Netárás - Vantar þig aðstoð?

Sólarhringsaðstoð við netöryggisatvik í samstarfi við Arctic Wolf


Netters í samstarfi við Arctic Wolf, býður upp á sólarhringsþjónustu fyrir fyrirtæki sem lenda í öryggisatvikum í tölvukerfum sínum. Við leggjum áherslu á hraða, öryggi og gagnsæi í þjónustu – hvort sem þú ert nú þegar í viðskiptum við Netters eða Arctic Wolf eða ekki.


Okkar aðstoð felur í sér:


  • Sérfræðiaðstoð: Arctic Wolf er með hundruð sérfræðinga sem sérhæfa sig í greiningu og meðhöndlun öryggisatvika. Sérfræðingarnir okkar eru til taks allan sólarhringinn, alla daga ársins.
  • Greining og endurheimt samtímis: Arctic Wolf býður upp á einstaka þjónustu þar sem greining á atvikum og endurheimt gagna fer fram á sama tíma. Þetta tryggir hraðari endurheimt rekstrar.
  • Gagnsæi í kostnaði: Við gerum tilboð í að koma tölvukerfum aftur í fullan rekstur. Þú getur valið hvaða hluta tilboðsins þú vilt taka – það er þitt val.
  • Viðbragðsáætlun: Við hjálpum fyrirtækjum að bregðast hratt og örugglega við öryggisógnum og koma rekstri aftur á réttan kjöl.


Sólarhringsaðstoð við öryggisatvik

Þjónustan okkar er í boði allan sólarhringinn, 24/7  til að tryggja að fyrirtækið þitt fái hraða og skilvirka aðstoð þegar mest á reynir.


Hafðu samband allan sólarhringinn

Ef þú þarft aðstoð vegna innbrots eða öryggisatviks, ekki hika við að hafa samband við okkur í síma 492 1600. Einnig getur þú nýtt tengilinn hér að neðan til að fá beina tengingu við Arctic Wolf, eða haft samband við neyðarþjónustu þeirra.


Smelltu hér til að hafa samband við Arctic Wolf


Neyðarnúmer Netters: 492-1600


Við skiljum mikilvægi þess að koma rekstrinum aftur í gang eins fljótt og örugglega og hægt er.


Við hjá Netters og Arctic Wolf vinnum saman til að tryggja að fyrirtækið þitt fái hraða, örugga og faglega þjónustu þegar mest á reynir.

Share by: