Netters er leiðandi í hönnun, innleiðingu og eftirliti á netkerfum. Með sérfræðiþekkingu okkar tryggjum við fyrirtækjum öflug og örugg kerfi sem bæta afköst og rekstraröryggi, hvort sem um ræðir smáar eða stórar lausnir
Áreiðanleg öryggisþjónusta í samstarfi með leiðandi samstarfsaðilum.
Netters býður upp á víðtæka öryggisþjónustu með lausnum frá Cisco, Arctic Wolf, Kaseya og CQure. Með þessum lausnum styðjum við viðskiptavini okkar við að byggja upp öruggari og skilvirkari rekstrarumhverfi. Við leggjum áherslu á að styrkja netkerfi, veita yfirgripsmikið eftirlit og bregðast við veikleikum til að tryggja heildaröryggi viðskiptavina okkar
Netters.io er öflugt og áreiðanlegt eftirlitskerfi sem gerir þér kleift að hafa fullkomið eftirlit með öllum búnaði og tækjum. Við tryggjum yfirsýn, öryggi og skilvirkni í rekstri, hvort sem um ræðir netkerfi, netþjóna eða annan búnað sem þurfa stöðugt eftirlit.
Netters býður upp á sérhæfðar WIFI lausnir fyrir fyrirtæki af öllum stærðum. Hvort sem um ræðir skóla, verslanir, hótel eða vöruhús. Við veitum öruggar og stöðugar tengingar sem uppfylla hæstu kröfur markaðarins. Lausnir okkar byggja á áreiðanlegum hágæða búnaði sem tryggir hámarks virkni og öryggi í þínum rekstri.
Netters í samstarfi við Arctic Wolf, býður upp á sólarhringsþjónustu fyrir fyrirtæki sem lenda í öryggisatvikum í tölvukerfum sínum. Við leggjum áherslu á hraða, öryggi og gagnsæi í þjónustu – hvort sem þú ert nú þegar í viðskiptum við Netters eða Arctic Wolf eða ekki.
Við bjóðum uppá framúrskarandi fjarfundalausnir frá Cisco sem auka gæði bæði fjarfunda sem og staðbundinna funda með hágæða hljóði og mynd. Tækið vinnur fullkomlega með Webex Teams, sem auðveldar samstarf og samskipti með einfaldri uppsetningu og stjórn. Hvort sem þú ert að skipuleggja fjarfund eða staðbundinn fund, tryggja lausnirnar frá Cisco hvort sem um er að ræða stór eða lítil fundarherbergi, að fundirnir þínir verði áhrifaríkir, áreiðanlegir og án tafar.
Við bjóðum sérhæfða þjónustu fyrir uppsetningu og rekstur sýndarumhverfa, hvort sem um er að ræða VMware, Hyper-V, KVM, Cisco Hyperflex ásamt skýjalausnum á borð við Azure og Amazon. Við hönnum lausnir fyrir gagnageymslur, reikni-clustera og afritunarkerfi sem tryggja stöðugleika og öryggi í þínum rekstri. Með öflugri tækni og sérfræðikunnáttu höfum við lausnir sem mæta þörfum hvers konar tölvuumhverfis.
Netters býr yfir hugbúnaðardeild með breiða þekkingu og mikla reynslu á samþættingu kerfa, vefþjónustum, skýjalausnum, sjálfvirknivæðingu, og gagnagrunnum. Við elskum að hanna einfaldar lausnir fyrir flókin verkefni sem bæta afköst, skilvirkni og rekstraröryggi viðskiptavina okkar.
Við sérhæfum okkur í þjónustu og ráðgjöf fyrir gagnaver (Data Center). Við útvegum allan nauðsynlegan búnað og hönnum sérsniðnar lausnir fyrir uppbyggingu gagnavera. Hvort sem um er að ræða innlenda eða erlenda aðila, þá veitum við alhliða stuðning við uppsetningu, hýsingu og rekstur kerfa til að tryggja örugga og skilvirka starfsemi.